Skilmálar

Heimsending: BLÓM

Takk fyrir að panta blóm frá Pastel Blómastúdíó. Ferskir vendir eru sendir heim alla fimmtudaga á milli 18:00 og 20. 00. Einnig er hægt að velja að sækja pöntun á Hverfisgötu 50 á opnunartíma verslunarinnar á fimmtudögum og föstudögum frá 12:00 til 18:00 eða laugardögum 10:00 til 16:00. 

Pastel blómastúdíó ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

AÐ SKIPTA OG SKILA VÖRU

Ekki er skilaréttur á þurrkuðum né ferskum blómvöndum nema sannanlega sé um galla á vöru að ræða. Pastel blómastúdíó ehf áskilur sér rétt til að yfirfara vöru áður en hún er tekin til baka.

VERÐ

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Sendingakostnaður er 1050 kr.

Pastel blómastúdíó ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna mistaka við verðlagningu. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilvikum eingöngu þar. Með sama hætti gilda tilboð í verslun okkar á Baldursgötu ekki alltaf í vefverslun.

TRÚNAÐUR (ÖRYGGISSKILMÁLAR)

Þegar þú heimsækir vefinn pastelblomastudio.com verða til upplýsingar um heimsókn þína. Fyllsta trúnaði er heitið við meðferð persónuupplýsinga notenda pastelblomastudio.com. Gögnum um notendur og viðskiptavini verður aldrei deilt með þriðja aðila. Með því að heimsækja vefinn lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

Markmið skilmála þessara er að tryggja að meðhöndlun Pastel blómastúdíó ehf á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði Persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins, GDPR.

LÖG OG VARNARÞING

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.