DIY Pastel vinnustofa

Eigðu með okkur eftirminnilega stund þar sem þér gefst tækifæri til að setja saman þinn eigin Pastel blómvönd. Við tökum vel á móti þér á vinnustofunni okkar í kjallaranum á Hverfisgötu 50 þar sem við bjóðum upp á léttar veitingar, njótum þess að vera saman með blómunum og hver veit nema við segjum einhverjar vel valdar sögur úr bransanum! 😉

Við sérveljum besta úrvalið af blómum til að vinna með í hvert sinn og deilum með þér okkar tækni á samsetningu og umhirðu ferskra blómvanda. Að vinnustofunni lokinni taka allir vöndinn sinn með sér heim.

Einstaklingar jafnt sem vinahópar eru velkomnir! Lágmarksfjöldi á hverju námskeiði eru 5 manns og hámark 8 manns. Ef stærri hópar vilja bóka saman hafið þá endilega samband við okkur og við skoðum saman dagsetningu sem hentar.

Verð á mann með öllu inniföldu eru 17.900kr. Í boði eru tvær tímasetningar, fimmtudagskvöld eða sunnudagshádegi. Kvöldvinnustofur hefjast klukkan 19:30 og hádegisvinnustofur klukkan 11:30 og viðburðurinn stendur yfir í ca. 2 tíma.

17,900kr.

Hreinsa
DEILA:
Deila
Deila
Deila

Skyldar vörur

Frá: 5,900kr. / week
5,900kr.10,900kr.
5,000kr.20,000kr.