DIY Pastel vinnustofa

Eigðu með okkur eftirminnilega kvöldstund þar sem þér gefst tækifæri til að setja saman þinn eigin Pastel blómvönd undir okkar handleiðslu.

Þú færð okkar besta úrval af blómum til að vinna með og við deilum með þér okkar tækni á samsetningu og umhirðu ferskra blómvanda.

Innifalið í verðinu er allt hráefni og leiðsögn. Við bjóðum upp á léttar veitingar á meðan námskeiðinu stendur.

Við hittumst klukkan 19:30 í kjallaranum á Hverfisgötu 50 og kvöldinu líkur ca. tveimur tímum seinna.

Einstaklingar jafnt sem vinahópar eru velkomnir! Lágmarksfjöldi á hverju námskeiði eru 5 manns og hámark 8 manns. Ef stærri hópar vilja bóka saman hafið þá endilega samband við okkur og við skoðum saman dagsetningu sem hentar.

15,900kr.18,900kr.

Hreinsa
DEILA:
Deila
Deila
Deila

Skyldar vörur

Frá: 5,900kr. / week
8,900kr.12,900kr.
6,900kr.10,900kr.