Pastel Blómastúdíó hófst sem tilrauna-verkefni á Instagram í lok árs 2018 þar sem við stofnendurnir, Elín Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir, höfðum það að markmiði að brjóta upp hugmyndina um hefðbundna blómabúð og blómaskreytingar. Fljótlega héldum við pop-up markað þar sem við seldum þurrkaða og ferska blómvendi og eftir það fór boltinn að rúlla. Við höfum alltaf leyft innsæinu að leiða okkur áfram í sköpunarferlinu og hver blómvöndur og skreyting fær að segja sína sögu.