Um pastel

Við erum Pastel

Pastel Blómastúdíó hófst sem tilraunaverkefni í lok árs 2018 þar sem við stofnendurnir, Elín Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir, höfðum það að markmiði að brjóta upp hugmyndina um hefðbundna blómabúð og blómaskreytingar. 

Við höfum unnið með fjölda einstaklinga og fyrirtækja að ólíkum verkefnum. Við trúum á að leyfa innsæinu að ráða för í sköpunarferlinu og hver blómvöndur og skreyting er einstök.
Elín Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir.

Blómastúdíó

Vinnustofan okkar er til húsa í kjallaranum á Hverfisgötu 50. 

Verkefni sem við tökum að okkur eru til dæmis blómaskreytingar fyrir brúðkaup og aðra viðburði, útstillingar, fyrirtækjaáskriftir og aðrar sérpantanir. Við hvetjum þig til að setja þig í samband við okkur ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað þig með.