Pastel Blómastúdíó hófst sem tilraunaverkefni á Instagram í lok árs 2018 þar sem við stofnendurnir, Elín Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir, höfðum það að markmiði að brjóta upp hugmyndina um hefðbundna blómabúð og blómaskreytingar.
Við héldum pop-up markað í Granda Mathöll í febrúar 2019 og eftir það var ekki aftur snúið. Síðan þá höfum við unnið með fjölda einstaklinga og fyrirtækja að ólíkum verkefnum. Við trúum á að leyfa innsæinu að ráða för í sköpunarferlinu og hver blómvöndur og skreyting er einstök.