Um pastel

Við erum Pastel

Pastel Blómastúdíó hófst sem tilraunaverkefni á Instagram í lok árs 2018 þar sem við stofnendurnir, Elín Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir, höfðum það að markmiði að brjóta upp hugmyndina um hefðbundna blómabúð og blómaskreytingar. 

Fljótlega héldum við pop-up markað þar sem við seldum þurrkaða og ferska blómvendi og eftir það fór boltinn að rúlla. Við höfum alltaf leyft innsæinu að leiða okkur áfram í sköpunarferlinu og hver blómvöndur og skreyting er einstök.

Elín Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir.

Blómastúdíó og verslun

Verslunin okkar og vinnustofa er til húsa á Hverfisgötu 50. Þar seljum við fersk blóm sem við sérveljum inn í hverri viku. Auk þess eigum við alltaf til þurrkuðu samsettu vendina okkar.  

Í stúdíóinu sinnum við alls konar verkefnum og hvetjum þig til að setja þig í samband ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað þig með.